Eva

Eigandi stofunnar er Eva Dóra Kolbrúnardóttir hdl., en hún útskrifaðist sem lögfræðingur með áherslu á viðskipta- og skattarétt frá Háskóla Íslands með fyrstu einkunn í september 2011 og síðar með meistarapróf í alþjóðasamskiptum frá Háskóla Íslands í september 2013. Eva hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2014. Í kjölfarið stofnaði hún lögmannsstofuna EVA Lögmenn ehf.

EVA Lögmenn veitir viðskiptavinum sínum persónulega þjónustu þar sem fagmennska, heiðarleiki og trúnaður er hafður að leiðarljósi. Áhersla er lögð á að allir einstaklingar eigi að geta átt kost á því að ráðfæra sig við lögmann um sín mál óháð fjárhag og leggur stofan sig því fram við að takmarka bæði kostnað og áhættu viðskiptavina sinna. Það gerir stofan með því að sækja um gjafsókn og/eða málskostnaðartryggingu fyrir viðskiptavini sína, en málskostnaðartrygging er nær undantekningarlaust inni í heimilistryggingum viðskiptavina.

Fyrsta viðtal þar sem lagt er mat á réttarstöðu þína er viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Hafið samband og bókið tíma á netfangið eva@evalogmenn.is þar sem tekið verður vel á móti viðskiptavinum og þeim veitt persónuleg og vönduð þjónusta.