Þjónusta

Greiðsluerfiðleikar og gjaldþrotaskipti
EVA Lögmenn veita viðskiptavinum sínum aðstoð við að semja við lánadrottna, sinna samskiptum við Umboðsmann skuldara ásamt því að sækja um gjaldþrotaskipti hjá dómstólum og skiptatryggingu hjá Umboðsmanni skuldara.
Ein af þeim leiðum sem hentar bæði lögaðilum og einstaklingum sem eru komnir í mikil greiðsluvandræði og geta ekki staðið í skilum við sína lánadrottna er sú að fara fram á gjaldþrotaskipti. Samkvæmt gildandi lögum er fyrningarfrestur krafna nú tvö ár frá því að skiptameðferð er lokið. Á þeim tveimur árum er skuldarinn skráður á vanskilaskrá og ber ábyrgð á þeim skuldum sem ekki fengust greiddar við gjaldþrotaskiptin. En að þessum tveimur árum liðnum falla kröfurnar niður nema kröfuhafi rjúfi fyrningarfrestinn innan tveggja ára en það getur hann aðeins gert með því að höfða mál á hendur skuldaranum og fá dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum. En sú viðurkenning fæst þó aðeins veitt með dómi ef kröfuhafi getur sýnt fram á að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að rjúfa fyrningu og líkur séu til þess að skuldari geti greitt kröfur sínar á nýjum fyrningartíma. EVA Lögmenn bjóða viðskiptavinum sínum aðstoð við að krefjast gjaldþrotaskipta en hún felst m.a. í því að sækja um styrk hjá Umboðsmanni skuldara fyrir þeim kostnaði sem þarf að leggja fram í tryggingu þegar sótt er um gjaldþrotaskipti.

Slysamál
EVA Lögmenn veita viðskiptavinum sínum aðstoð við að sækja bætur vegna slysamála, m.a. vegna umferða-, vinnu- og frítímaslysa.

Erfðamál
EVA Lögmenn veita viðskiptavinum sínum aðstoð varðandi erfðamál, t.d. með því að útbúa erfðaskrár og vinna að úrlausn álitaefna er varða erfðarétt og vinnu við dánarbú.

Fjölskyldumál
EVA Lögmenn veita viðskiptavinum sínum aðstoð við fjölskyldumál, t.d. forræðismál og almennan sifjarétt.

Hjúskaparmál
EVA Lögmenn veita viðskiptavinum sínum aðstoð varðandi ýmis hjúskaparmál, t.d. með því að útbúa kaupmála sem og gerð fjárskiptasamnings aðila við skilnað.

Húsnæðismál
EVA Lögmenn veita viðskiptavinum sínum aðstoð varðandi ýmis álitaefni tengd húsnæðismálum, t.d. vegna galla í fasteign, fasteignakaup, fjöleignarhúsalög og leigurétt.

Sakamál
EVA Lögmenn sinna verjendastörfum og veita þar með viðskiptavinum sínum aðstoð ef þeir eru sakaðir um refsiverða háttsemi.
Samkvæmt lögum eiga þeir sem eru sakaðir um refsiverða háttsemi ávallt rétt á aðstoð verjanda og gildir sú regla bæði við yfirheyrslur hjá lögreglu eða saksóknara, þ.e. á meðan mál er á rannsóknarstigi sem og fyrir dómstólum.