Með trúnað, fagmennsku og heiðarleika að leiðarljósi býður stofan upp á alla almenna lögfræðiþjónustu og lagður er mikill metnaður í að veita viðskiptavinum persónulega og áreiðanlega lögmannsþjónustu.
HJÚSKAPARMÁL

EVA Lögmenn veitir aðstoð varðandi ýmis hjúskaparmál, t.d. með því að útbúa kaupmála sem og gerð fjárskiptasamnings aðila við skilnað.

SLYSAMÁL

EVA Lögmenn veita viðskiptavinum sínum góða aðstoð við að sækja bætur vegna slysamála, m.a. vegna umferða-, vinnu- og frítímaslysa.

HÚSNÆÐISMÁL

EVA Lögmenn veita aðstoð varðandi ýmis álitaefni tengd húsnæðismálum, t.d. vegna galla í fasteign, fasteignakaup, fjöleignarhúsalög og leigurétt.

GREIÐSLUERFIÐLEIKAR

EVA Lögmenn veita viðskiptavinum sínum aðstoð við að semja við lánadrottna, sinna samskiptum við Umboðsmann skuldara ásamt því að sækja um gjaldþrotaskipti.