Gjaldskrá

GJALDSKRÁ

 

  1. Tímagjald

1.1 Almennt tímagjald
EVA Lögmenn starfa almennt á grundvelli tímaskráningar og greiðast 23.900 kr. fyrir hverja unna klukkustund.

Þegar verk er unnið á grundvelli tímaskráningar skal lögmaður færa skrá um þá tíma sem til verksins fara og við hvað er unnið.

Viðskiptavinur á rétt á afriti af tímaskýrslum til skýringar á reikningi og skulu tímaskýrslur að jafnaði fylgja reikningi.
1.2 Álag á grunngjald

Heimilt er að bæta við grunngjald samkvæmt grein 1.1. gjaldskrár þessarar álagi í sérstökum tilvikum. Álag sem nemur 20% bætist við almennt tímagjald í ákveðnum tilvikum. Slíkt álag getur komið til vegna vinnu sem nauðsynlegt er að inna af hendi utan hefðbundins skrifstofutíma eða með stuttum fyrirvara.

  1. Málflutningur fyrir dómstólum og úrskurðarðaðilum

2.1. Í málum sem eru munnlega flutt eða gagnaöflun fer fram eftir þingfestingu skal þóknun reiknuð sem hér segir: Grunngjald kr. 150.000 kr. að viðbættum 15% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 6.500.000,-, 7% af næstu kr. 10.500.000,- og 4% af því sem umfram er.

2.2 Í málum sem heimilt er að reka samkvæmt 17. Kafla einkamálalaga, þar sem ekki fer fram gagnaöflun eftir þingfestingu eða tekin eru til áritunar á þingfestingardegi, skal grunngjald þóknunar vera 30.000 kr. að viðbættum 10% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 6.700.000, 5% af næstu 9.400.000 kr. og 3% af því sem umfram er.

2.3 Rétt er að krefja sérstaklega um þóknun fyrir flutning um formhlið máls, fyrir höfðun og rekstur vitnamáls og fyrir dómkvaðningu matsmanna og meðferð matmáls.

  1. Skjalagerð
    3.1. EVA Lögmenn bjóða upp á margvísleg lögfræðileg skjöl á föstu verði. Um eftirfarandi tegundir skjala er um að ræða:3.2. Viðskipti einstaklinga og fyrirtækja
    Kröfulýsing í þrotabú eða dánarbú              20.000 kr.
    Umboð                                                                          10.000 kr.
    Leigusamningur                                                        15.000 kr.
    Kaupsamningur og afsal um fasteign          40.000 kr. ( ásamt 1,5% af söluverði)
    Afsal                                                                              10.000 kr.
    Skuldabréf                                                                 25.000 kr.
    Tryggingabréf                                                          25.000 kr.
    Ráðningarsamningur                                            25.000 kr.
    Uppsagnarbréf                                                        10.000 kr.

Aðfarabeiðni                                                              15.000 kr.

3.3.Fjölskyldumálefni
Kaupmáli                                                                   30.000 kr.
Fjárskiptasamningur v/samvistarslita     30.000 kr.
Forsjársamningur                                                 30.000 kr.
Umgengnissamningur                                        20.000 kr.
Erfðaskrá                                                                   30.000 kr.

Þóknun vegna annarra tegunda skjala má semja sérstaklega um áður en vinna lögmanns hefst.

  1. Innheimta

4.1. Almennar innheimtur

Grunngjald innheimtuþóknunar er 10.000 kr., en við bætist:

25% af fyrstu   kr. 85.000.-
10% af næstu   kr. 795.000.-
6% af næstu     kr. 4.500.000.-
4% af næstu     kr. 5.000.000.-
3% af því sem umfram er.

Reikna skal innheimtuþóknun af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta. Kröfueigandi er ábyrgur gagnvart skrifstofunni fyrir greiðslu innheimtuþóknunar.

4.2 Innheimta skaða- og slysabóta

Fyrir uppgjör og samninga um tjónsbætur er ekkert grunngjald en þóknun stofunnar er 10% af tjónsbótum.

  1. Útlagður kostnaður
    5.1. Til viðbótar við þóknun greiðir viðskiptavinur allan útlagðan kostnað lögmannstofunnar í máli hans, þ.m.t. ferða- og aksturskostnað og kostnað vegna opinberra gjalda, læknisvottorða og matsgerða.

5.2. Þurfi starfsmaður stofunnar að ferðast vegna starfa sinna skal gjaldfæra 7 klst. á hvern heilan ferðadag, en að auki skal greiða fyrir þann tíma sem unnið er umfram áðurgreindar 7 klst.

6. Virðisaukaskattur
Við fjárhæð þóknunar samkvæmt greinum 1 og 2 þessarar gjaldskrár bætist virðisaukaskattur í ríkissjóð samkvæmt gildandi lögum. Við gildistöku gjaldskrár þessarar er virðisaukaskattur 24%.

7. Áskilnaður
EVA Lögmenn áskilja sér rétt til þess að krefjast greiðslu mánaðarlega eftir því sem verki vindur fram.

  1. Til viðskiptamanns

Viðskiptamanni ber að kynna sér gjaldskrá þessa og er hann ábyrgur fyrir greiðslu þóknunar og útlagðs kostnaðar, hvort sem hún fæst greidd úr hendi gagnaðila eður ei.

  1. Gildistaka

Gjaldskrá þessi tekur 1. janúar 2016